Í gær fór sjóflokkur á björgunarbátunum Fiskakletti og spora valiant til keflavíkur til að æfa með þeim og einnig var prófaður einn af bátum þeira.
Báturinn sem var prófaður er frá bretlandi og er af atlantic 75 gerð, hann er með tveimur 90hp mótorum og gengur um 32hnúta. Eftir æfingar í um 1,5 tíma var ákveðið að snúa á heim á leið enda klukkan orðin rúmlega 11 og var þá valiant tekinn á keru og keyrður heim en Fiskaklettur sigldi en sú för sóttist seint enda suðvestan rok,öldur og ágjöf yfir bát og manskap alla leið. Hraðinn á leiðinni var minnst 9 hnútar og mest 23 hnútar, en þess má getta að hámarks hraði bátsins er um 29 hnútar.
Eftir þessa skemmtilegu ferð þá þökkum við suðurnesjamönum fyrir og ætlum að gera þetta meira.