Nokkuð var að gera um þessa helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Tækjamót SL var haldið í Hvanngili og fóru 11 manns á 2 sveitarbílum og að auki á nokkrum einkabílum á mótið. Í hópnum voru sex sleðamenn, tveir á fjórhjólum og svo var einn jeppahópur. Farið var úr húsi á föstudeginum og komið til baka aðfaranótt sunnudags. Björgunarsveitin Kyndill og Björgunarsveitir úr Rangárvallarsýslu skipulögðu mótið og eru færðar bestu þakkir fyrir það. Einnig voru fimm meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á námskeiðinu Fjallamenska tvö þar sem þeir lærðu allskyns nytsamlegt á fjöllum s.s. að setja upp tryggingar bæði í ís og í fjalllendi einnig var farið í ferla klettaklifurs og ísklifri og kennd var helsta tækni í því. Þá voru undanfarar sveitarinnar kallaðir út á laugardaginn vegna manns í sjálfheldu á Helgarfelli.