Ragnheiður pólfari

Þann 22. desember barst okkur bréf frá Suðurpólnum. Ragnheiður Guðjónsdóttir félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar til margra ára og fyrrum formaður bílaflokks sendi okkur skeyti um að hún væri komin á Pólinn. Ragga er kjarnakona og er hún fyrsta íslenska konan til að keyra á Suðurpólinn, með 3000km að baki og nærri búin Read more…

Neyðarkall 2018

Nú er Neyðarkallasalan 2018 langt komin. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar stóðu vaktina dagana 1.-3. nóvember síðast liðinn og seldu lyklakippuna Neyðarkall í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði, salan gekk afar vel enda er okkur alltaf vel tekið af Hafnfirðingum. Í tilefni 90 ára afmælis Slysavarnarfélagsins Landsbjargar minnumst við liðinna tíma og Read more…

Önnur annasöm helgi hjá BSH

Nokkuð var að gera um þessa helgi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Tækjamót SL var haldið í Hvanngili og  fóru 11 manns á 2 sveitarbílum og að auki á nokkrum einkabílum á mótið. Í hópnum voru  sex sleðamenn, tveir á fjórhjólum og svo var einn jeppahópur. Farið var úr húsi á föstudeginum Read more…

Spori 2 settur á 46″ dekk

Í gærkvöldi stóð bílaflokkur í dekkjaskiptum á Spora 2. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Land Cruiser 80 hefur verið á 44″ dekkjum undanfarið en ákveðið var að setja hann á stærri dekk til að halda í við þróun jeppaflota landans. Með stærri dekkjum eykst drifgeta flokksins til muna og við Read more…

Bílaflokkur á æfingu

Í gærkvöldi stóð bílaflokkur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ fyrir opinni æfingu fyrir bílaflokka á svæði 1. Þrír félagar úr bílaflokk BSH tóku þátt í æfingunni ásamt hópum frá HSSR, HSSK og HSG. Að þessu sinni var æfingin haldin á Hellisheiðinni og meðal verkefna var að spila bíl uppúr á, rétt Read more…