Næstkomandi sunnudag 23. feb mun ungur Hafnfirðingur búsettur í Sviss, Kristófer Reynisson og vinur hans Iker hlaupa Seville maraþonið. Þeir eru 18 ára og ætla einnig að safna áheitum fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar, nánar tiltekið sporhundinn Perlu og sporhundahópinn. Fénu sem safnast er ætlað að nota í þjálfun hundsins. Sporhundar hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 1960 og hefur verið unnið mikið frumkvöðlastarf innan sveitarinnar. Nú er kominn nýr hundur og nýr þjálfari og æfa þær nú saman fyrir komandi útköll og fyrir útkallspróf á vegum Björgunarskólans. Sveitin þakkar þeim kærlega fyrir veittan stuðning og hlýhug.

Vinsamlegast kíkið á síðuna þeirra Kristófers og Ikers fyrir frekari upplýsingar um hlaupið og þar er einnig hægt að heita á þessa ungu drengi: http://krisandiker.wix.com/godgerdarhlaup

Kristófer hitti Perlu fyrr á árinu
Mynd: Óli H. Valtýsson

 

Categories: Almennt