Fyrsta hjálp 1 og 2 var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2. Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin í fyrsta sinn og góður fjöldi eldri meðlima kom með og tók endurmenntun, sátu valda fyrirlestra og hjálpuðu til með undirbúning, eldamennsku og verklegar æfingar. Vel var við hæfi vegna tímasetningar að hafa Halloweenþema og skemmtu félagar sér konunglega. Kærar þakkir til allra sem hjálpuðu við undirbúning og við kennslu og umsjón námskeiðsins.
Fleiri myndir má finna á myndasafni sveitarinnar á Facebook.