Fyrsta hjálp um liðna helgi

Fyrsta hjálp 1 og 2  var kennd um liðna helgi. Björgunarsveitin kom saman á Úlfljótsvatni og fór í gegnum tvö námskeið, Fyrstu hjálp 1 og 2.  Umsjón með helginni hafði Vigdís sem er ein af okkar reyndustu Fyrsta hjálpar manneskjum og leiðbeinandi í fræðunum. Nýir meðlimir fóru í gegnum námskeiðin Read more…

Æfing í fyrstu hjálp

Í kvöld hélt sveitin stóra æfingu í leit og fyrstu hjálp á Hvaleyravatni. Alls mættu 19 björgunarmenn frá BSH, 6 björgunarmenn frá Hjálparsveit skáta Garðabæ og einnig komu 8 sjúklingar frá BSH að æfingunni. Æfingin gekk mjög vel, öllum var bjargað og allir mjög ánægðir með æfinguna.

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Laugardaginn 6. október síðastliðinn var haldin flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli á vegum ISAVIA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom að æfingunni með ýmsum hætti, allt frá undirbúningi til loka æfingarinnar. Nýliðar tóku þátt í að farða leikarana ásamt því að leika sjúklinga sjálfir. Sjóflokkur sveitarinnar sá til þess að 100 leikarar væru vel nærðir Read more…