Það var vel mannaður og góður hópur göngumanna úr sveitinni sem lagði af stað í bítið á laugardag 24. nóvember síðast liðinn til þess að skoða Kattartjarnir (eða Katlatjarnir). Gangan hófst við Ölfusvatn og endaði í sundlauginni í Hveragerði.
“Leiðangursmenn voru að ég held flestir sammála um að gönguleiðin kom á óvart og var gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg, og ekki skemmdi veðrið fyrir.” sagði Andri Johnsen leiðsögumaður hópsins að lokinni göngu.
Þá bætti hann við: “Þakka þeim sem mættu fyrir samveruna og frábæran dag á fjöllum (og takk kærlega fyrir skutlið Anna María).”
Þetta var síðasta gangan á þessu ári en hópurinn ætlar aftur af stað að lokinni fjáraflana törn desember mánaðar. 12. janúar 2019 verður farið yfir Gagnheiðarleið og forsvari hópsins er sem áður Andri Johnsen.
Myndir frá félaga okkar Berg Einarssyni hafa verið settar inn á myndasafn sveitarinnar á Facebook.