Laugardaginn 24. nóvember fóru ofur hressir og duglegir nýliðar úr N1 ásamt unglingadeildinni Björgúlf og nokkrum fullgildum félögum í gönguferð á Keili.
Farið var úr húsi klukkan 10:15 á laugardagsmorgunn í þvílíkri rjómablíðu. Þar sem veður var bjart og gott var útsýnið alla leiðina með eindæmum gott. Hópurinn kom tilbaka um 3 tímum síðar.
N1 eru þeir nýliðar sem hófu að starfa með sveitinni fyrr í haust, lengra komnir nýliðar svokallaðir N2 hófu hins vegar að starfa síðasta vetur.
Myndir frá Klöru Guðmundsdóttur hafa verið birtar á myndasíðu okkar á Facebook.