Í þessari viku hefst hin árlega Neyðarkallasala björgunarsveitanna. Neyðarkallinn í ár er svokallaður Hamfarakall og skartar hann hjálmi, öryggisgleraugum, útkallspoka og skóflu.

Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar munu standa vaktina á næstu dögum í helstu verslunum bæjarins og bjóða fólki að styrkja sveitina með kaupum á Neyðarkalli, auk þess sem gengið verður í einhver hús miðvikudagskvöldið 30. nóvember. Þá erum við að selja stóran Neyðarkall til hafnfirskra fyrirtækja sem vilja leggja sitt af mörkum.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar er öflug sveit með aðstöðu við Hvaleyrarbraut. Félagar okkar sinna björgunarsveitarstörfum, þjálfun og viðhaldi sem sjálfboðaliðar og eru ávallt tilbúin að stökkva til þegar kallið kemur. Fjáraflanir á borð við sölu Neyðarkalls er gífurlega mikilvæg tekjulind fyrir björgunarsveitina til að viðhalda og endurnýja tæki og búnað sveitarinnar.

Einstaklingar og fyrirtæki sem hafa áhuga á að styðja við Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkalli eru hvött til að hafa samband við okkur á spori@spori.is.

Neyðarkallinn 2024 í sínu náttúrulega umhverfi