Flugeldasala 2024

Á morgun, 28. desember, hefst flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Sölustaðirnir eru eins og undanfarin ár:Klettur, Hvaleyrarbraut 32 – aðkoma frá LónsbrautHvalshúsið, FlatahrauniTjarnarvellir Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 9-16 á Gamlársdag. Svo er einnig hægt að slappa af heima hjá sér og skoða netverslunina, verslun.spori.is og kaupa allar okkar vörur Read more…

Neyðarkall til þín

Í þessari viku hefst hin árlega Neyðarkallasala björgunarsveitanna. Neyðarkallinn í ár er svokallaður Hamfarakall og skartar hann hjálmi, öryggisgleraugum, útkallspoka og skóflu. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar munu standa vaktina á næstu dögum í helstu verslunum bæjarins og bjóða fólki að styrkja sveitina með kaupum á Neyðarkalli, auk þess sem gengið Read more…

Kynningarfundur Björgúlfs

Kynningarfundur á unglingastarfi Björgúlfs verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32. Við hvetjum áhugasama unglinga og foreldra þeirra til að mæta og kynna sér unglingastarfið. Unglingastarfið er fyrir 15-18 ára eða 10. bekk upp í annað ár í framhaldsskóla. Hlökkum til að sjá sem flesta! Read more…

Taktu þátt í nýliðastarfinu!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar nú að áhugasömu fólki til að taka þátt í nýliðaþjálfun sveitarinnar veturinn 2024. Kynningarfundur verður í björgunarmiðstöðinni Kletti miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 og verður hann svo endurtekinn á sama tíma daginn eftir. Nýliðaþjálfunin er krefjandi en skemmtileg og við hvetjum alla sem hafa áhuga á björgunarstörfum Read more…

Spori á hálendisvakt

Björgunarsveit Hafnarfjarðar dvaldi í Herðubreiðarlindum á hálendisvakt norðan Vatnajökuls 28. júli til 4. ágúst síðastliðinn. Vaktin var róleg en verkefnin fjölbreytt og skemmtileg eins og við var að búast. Hálendisvaktarhópurinn samanstóð að þessu sinni af sjö fullgildum félögum og fjórum nýliðum.

Jólaóróinn 2023

Jólaórói Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2023 er tileinkaður sjóflokknum okkar. Hugmyndin er innblásin af teikningum sem við fengum frá krökkum í 5. bekk í Hvaleyrarskóla. Óróinn er sá fimmti í einstakri röð safngripa með smekklegri vísun í sögu og starf sveitarinnar. Íslensk hönnun og framleiðsla. Óróinn er bæði fáanlegur í jólatrjáasölu okkar Read more…