Fundarboð.
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2011 verður haldinn í
húsnæði sveitarinnar fimmtudaginn 14. apríl og hefst hann kl 18.30
Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. grein laga sveitarinnar, og er sem
hér segir.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og borin undir atkvæði.
- Skýrsla stjórnar um starf sveitarinnar. Skal hún vera fjölrituð eða prentuð í formi ársrits.
- Fjárhagsskýrsla gjaldkera.
- Umfjöllun um ársreikninga og þeir bornir undir atkvæði.
- Skýrslur formanna flokka, nefnda og umsjónarmanna unglingadeildar. (skýrslur munu liggja fyrir í ársriti)
- Inntaka nýrra félaga.
- Lagabreytingar, enda hafi þess verið getið í fundarboði að þær yrðu á dagskrá.
- Kosning stjórnar, sbr. 3. gr. laga þessara. Formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari skulu kosnir sérstaklega, en meðstjórnendur í einu lagi. Þá skulu varamenn kosnir sérstaklega.
- Kosning laganefndar og uppstillingarnefndar. Skulu þær skipaðar þrem mönnum hvor.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
- Ákvörðun árgjalds.
- Önnur mál.
Af óviðráðanlegum ástæðum var ekki hægt að halda aðalfund í febrúar
eða mars eins og lög gera ráð fyrir. Stjórn mun hefja fundinn á biðja
um að hann sé samþykktur lögmætur þrátt fyrir nefnda annmarka.
Stjórn sveitarinnar vill jafnframt minna félagsmenn á árgjald
sveitarinnar.
Vonumst til að sjá sem flesta félaga.
Kveðja stjórnin