Áramótablað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er nú komið út. Verið er að leggja lokahönd á útburð blaðsins en fyrir þá sem hafa ekki enn fengið það er hægt að lesa blaðið hér með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Áramótablað BSH vefútgáfa

Á morgun hefst flugeldasalan hjá okkur, sölustaðirnir eru eins og undanfarin ár:
Klettur, Hvaleyrarbraut 32 – aðkoma frá Lónsbraut
Hvalshúsið, Flatahrauni
Tjarnarvellir

Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 9-16 á Gamlársdag.

Svo er einnig hægt að slappa af heima hjá sér og skoða netverslunina, verslun.spori.is og kaupa allar okkar vörur þar og sækja svo á Hvaleyrarbrautina – jafnvel beint útí bíl.