Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn.
Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi fólks á þessu vinsæla útivistarsvæði Hafnfirðinga.
Björgunarhringirnir eru nú staðsettir á tveimur stöðum við Hvaleyrarvatn, annar við bryggjuna og hinn við ströndina.

