Félagar sveitarinnar við björgunarstörf á Fimmvörðuhálsi

Í gærkvöldi sinntu sex meðlimir sveitarinnar og aðrir björgunarsveitarmenn aðstoð við slasaða ferðalanga á gönguleiðinni úr Þórsmörk að gosstöðvunum. Einnig komu 2 undanfarar frá sveitinni með þyrlu ásamt öðrum undanförum af höfuðborgarsvæðinu.

Konu sem slasaðist á öxl var fylgt niður í Bása og ekið þaðan á björgunarbifreið til móts við sjúkrabíl kl 18:30.

Þá er talið að karlmaður hafi ökklabrotnað neðan við einstígið Kattarhryggi fyrir ofan Bása klukkan 20:00.  Björgunarsveitir sinntu honum á vettvangi og biðu flutnings með aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Því miður reyndist ekki unnt að hífa manninn um borð vegna þess hve gilið er þröngt og bratt og aðstæður erfiðar fyrir þyrlu.

(more…)

Nýjir félagar

Á aðalfundi sveitarinnar í síðustu viku skrifuðu 15 nýjir félagar undir eyðstaf sveitarinnar. Þrír af þeim sem skrifuðu undir sem fullgildir félagar hafa starfað undan farin ár á gestaaðild. Af þessum hópi byrjuðu 11  nýliðastarf haustið 2008. Einn skrifaði undir á Read more…

Aðalfundur

Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn í húsi sveitarinnar fimmtudaginn 25.mars. kl 18:30. Uppstillinganefnd hefur sent frá sér eftirfarandi uppstillingu í embætti, samkvæmt lögum sveitarinnar .   Stjórn Formaður             Júlíus Þ. Gunnarsson Varaformaður           Harpa Kolbeinsdóttir Gjaldkeri             Pálmi Másson Ritari Ingólfur Haraldsson Read more…

Subscribe to our Newsletter

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.