Rúmlega 100 manns á ferð um helgina

Rúmlega 100 manns voru á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á ferð um landið um helgina sem leið. Tæplega fimmtíu mans gengu yfir Fimmvörðuháls á námskeiði sem haldið var fyrir nýliða. Þó voru nýliðarnir sjálfir aðeins helmingur þeirra sem fóru því mikill áhugi fullgildra meðlima var fyrir ferðinni. Rúmlega fimmtíu krakkar í Read more…

Vilt þú starfa í öflugri björgunarsveit?

Kynningarfundir vegna nýliðastarfs veturinn 2010-2011 verða haldnir í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14 eftirfarandi daga: Miðvikudaginn 1. september, kl 20:00 Fimmtudaginn 2. september, kl 20:00 Starfið er opið öllum áhugasömum sem fæddir eru ‘93 eða fyrr.  Hvetjum alla til að mæta á kynningarfundina og kynna sér í hverju nýliðaþjálfun felst. Read more…

Hálendisvaktin í fullum gangi

Nú stendur hálendisvakt Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem hæst, en hún hófst síðastliðinn föstudag. Sveitin er staðsett á Sprengisandi með aðsetur í Nýjadal. Tveir fullbreyttir Patrol-jeppar eru á svæðinu ferðafólki til halds og trausts. Tíu manns frá sveitinni hafa staðið vaktina auk þess sem nýliðar hafa flotið með og kynnst ferðalögum á Read more…

Stutt ferðasaga úr Khumbudalnum

Nú á vordögum héldu tveir af félögum sveitarinnar, Sandra og Steinþór, til fyrirheitna landsins. Eftir að hafa stundað fræðastörf og brimbretti í Indónesíu var ferðinni heitið á norðlægari slóðir nefnilega til Nepal. Fyrsta hindrunin á veginum var strax við komun þar sem allsherjarverkfall um allt land setti strik í reikninginn, Read more…

Hvatningarverðlaun Straums

Á fimmtudaginn í síðustu viku hlaut Björgunarsveit Hafnarfjarðar hvatningarverðlaun Rótaryklúbbsins Straums í Hafnarfirði. Þórir Haraldsson, forseti klúbbsins afhenti okkur fallegan grip sem Fríða Jónsdóttir gullsmiður hannaði. Þetta eru þriðju hvatningarverðlaunin sem klúbburinn afhendir á jafn mörgum árum og í ár hlutum við verðlaunin fyrir óeigingjarnt starf við leit og björgun. Við Read more…

Hjálpargagnaflutningar og þrif í Vík

Meðlimir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fóru í dag með hjálpargögn til íbúa í Vík í Mýrdal.  Um var að ræða öryggisgleraugu og andlitsgrímur enda ekki vanþörf á vegna öskufalls á svæðinu.  Að því loknu voru heimamenn aðstoðaðir við að þrífa ösku af leikvöllum barna og lóð dvalarheimilis aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Read more…

Hreinsunarstörf undir Eyjafjöllum

10 manna hópur frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar fór í gær að Eyjafjöllum og aðstoðaði bændur við hreinsunarstörf. Sveitin var í hópi annara sveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar allstaðar af landinu sem aðstoðuðu bændur. Sveitin fékk lánaða kústa ofl frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar einnig fór sveitin með öflugar dælur og kom þessi búnaður að góðum Read more…

Eldgos hafið í Eyjafjallajökli

Rétt fyrir kl.9:00 í morgun staðfesti LHG að gosmökkur kæmi úr Eyjafjallajökli, en á áttunda tímanum í morgun fór hún í loftið, ásamt raunvísindamönnum.  Nær hann í 12-14.000 feta hæð.  Er gatið á jöklinum rétt suð-vestur af toppi jökulsins og er um 200 metrar í þvermál.  Samt sem áður virðist Read more…

Félagar sveitarinnar við björgunarstörf á Fimmvörðuhálsi

Í gærkvöldi sinntu sex meðlimir sveitarinnar og aðrir björgunarsveitarmenn aðstoð við slasaða ferðalanga á gönguleiðinni úr Þórsmörk að gosstöðvunum. Einnig komu 2 undanfarar frá sveitinni með þyrlu ásamt öðrum undanförum af höfuðborgarsvæðinu.

Konu sem slasaðist á öxl var fylgt niður í Bása og ekið þaðan á björgunarbifreið til móts við sjúkrabíl kl 18:30.

Þá er talið að karlmaður hafi ökklabrotnað neðan við einstígið Kattarhryggi fyrir ofan Bása klukkan 20:00.  Björgunarsveitir sinntu honum á vettvangi og biðu flutnings með aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.  Því miður reyndist ekki unnt að hífa manninn um borð vegna þess hve gilið er þröngt og bratt og aðstæður erfiðar fyrir þyrlu.

(more…)