Flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2018 fer fram dagana 28.-31. des. Árlega gefur sveitin út skemmtilegt blað þar sem sagt er frá starfi sveitarinnar undangengna mánuði. Blaðið er nú komið úr prentun og farið í póstdreifingu, blaðið ætti að detta inn um lúguna hjá öllum heimilum og fyrirtækjum í Hafnarfirði á morgun föstudaginn 28. desember. Margir hafa áhuga á blaðinu sem búa utan stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og geta þeir glaðst því blaðið er einnig til í vefútgáfu og má nálgast það hér.
Flugeldasalan fer fram á 3 sölustöðum:
Björgunarmiðstöðin Klettur, Hvaleyrarbraut 32, neðri hæð (Lónsbrautar megin)
Gamla björgunarmiðstöðin/slökkvistöðin, Flatahraun 14
Sölustaður Vellir, Tjarnarvellir 1
Opnunartímar flugeldasölu verða:
föstudagur 28. des: frá kl. 10-22
laugardagur 29. des: frá kl. 10-22
sunnudagur 30. des: frá kl. 10-22
mánudagur, gamlársdagur, 31. des: frá kl. 9-16
Þrettándasalan verður í Kletti, björgunarmiðstöð 2 daga eftir áramót og eru opnunartímar sem hér segir:
5. jan frá kl. 14-22
6. jan frá kl. 10-20