Dagana 17. til 18. maí skellti unglingadeildin sér í gönguferð þar sem áhersla var lögð á að ferðast með allan farangur sem til þurfti á bakinu ásamt því að gista í tjaldi. Voru það fimm vel útbúnir unglingar sem mættu hress upp á Flatahraun á föstudegi tilbúin fyrir gönguna. Gísli Sigurður skutlaði hópnum upp í Kaldárbotna þar sem gangan hófst. Gengið var kringum Helgafell og niður í Valaból á föstudeginum þar sem tjaldað var tjöldum og farið tímalega í háttinn. Á laugardeginum var vaknað snemma, gengið frá öllu og fengið sér morgunmat eftir vindasama nótt. Síðan var farið að síga í klettunum við Valaból og allir orðnir klárir í siginu eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum í vetur. Eftir sigið var gengið Selvogsgötuna yfir í neyðarskýlið í mótvindi svo það var gott að kíkja inn í neyðarskýlið í nesti þar til hún Vigdís sótti hópinn og fór með hann aftur heim eftir góða göngu 🙂
Uld. Björgúlfur
Krónan styrkir unglingadeildina
Björgúlfur, hin öfluga unglingadeild Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, hlaut á dögunum samfélagsstyrk frá Krónunni upp á 500.000 kr. Styrkurinn rennur til kaupa á klifurbúnaði fyrir unglingadeildina: klifurbelti, hjálma, línur og allt tilheyrandi. Búnaðurinn mun gera Björgúlfi og Read more…
