Sleðaflokkur BSH var á ferð um Mýrdalsjökul nú um helgina og keyrði fram á svelg eða holu í miðri “ríkisleiðinni” yfir jökul.  Holan er í jökuljaðrinum norðan megin, rétt áður en komið er niður á Mælifellssand.

Staðsetning:

63“46.757N  18“58.131W

Það þótti heilræði að vara við holunni því hún er á fjölfarinni leið yfir jökulinn en er langt frá því að vera eina hættan á jöklinum.

 

Þetta er um 5 metrar á hæð.  Brúnirnar eru hreinn ís.

Þetta er um 5 metrar á hæð. Brúnirnar eru hreinn ís.

Holan er fyrir miðri mynd, vinstra megin við efri sleðann

Holan er fyrir miðri mynd, vinstra megin við efri sleðann

Categories: Almennt