27. og 28. ágúst næstkomandi fara fram kynningar á nýliðaþjálfun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og starfi unglingadeildarinnar Björgúlfs.
Miðvikudag 27. ágúst og fimmtudag 28. ágúst kl 20:00 verða nýliðakynningar þar sem nýliðaþjálfunin verður kynnt og farið yfir dagskrá vetrarins. Nýliðaþjálfun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er opin öllum sem eru á 18. aldursári eða eldri. Þjálfunin tekur um 18 mánuði og lýkur með inntöku nýrra félaga í sveitina.
Fimmtudaginn 28. ágúst kl 20:00 verður einnig kynningarfundur um unglingadeildina Björgúlf, en þar fer fram metnaðarfullt starf fyrir unglinga á 15. til 18. aldursári. Allir unglingar sem hafa áhuga á útivist, ferðamennsku og að læra um helstu þætti björgunarsveitastarfs eru hvattir til að mæta ásamt foreldrum sínum og kynna sér starfið.
Kynningarnar fara fram í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að Hvaleyrarbraut 32.