Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar nú um helgina. Nýliðar voru á fyrstuhjálparnámskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónarmönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélarvana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhundaflokkur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin kom fólkið fram áður en sporhundurinn kom á staðinn. Einnig var unnið að viðgerð á annari aðalvél B.s. Einars Sigurjónssonar sem bilaði á æfingu fyrir nokkru.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…