Útkall 25. nóv 2018, leit

Sunnudagskvöldið 25. nóv barst sveitinni útkall kl. 21:45. Leitað var að týndum einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Leitarhópar og sporhundahópur fóru úr húsi stuttu síðar og beint á boðaðan mætingarpunkt. Leit stóð yfir til klukkan 01:52 er leit var afturkölluð er viðkomandi fannst.

Útkall 16. nóv 2018 vegna veðurs

Fyrsta lægð vetrarins er nú gengin yfir. Föstudaginn 16. nóvember hafði veðurstofa gefið út viðvörun vegna væntanlegrar lægðar. 2 félagar úr BSH mættu í hús á hádegi og yfirfóru allan óveðursbúnað sveitarinnar, raðaði í kistur og setti búnað við bíla. Forsjálni þeirra að þakka var allt klárt þegar útkallið barst Read more…

Útkall 8. nóv 2018

BSH barst útkall kl. 13:04 þann 8. nóv síðast liðinn. Sjóslys í Hvalfirði við Búðasand, kajak ræðari í vanda. Sveitin var beðin að senda af stað allar sjófærar bjargir. Útkallið varaði stutt en ræðarinn var kominn í land um tuttugu mínútum eftir að neyðarboð barst.

Útkall 6. nóv 2018

Útkall barst sveitinni þriðjudaginn 6. nóv kl. 16:14.  Leit var að hefjast í Reykjavík að aðila sem saknað var. Útkallshæfir félagar í sveitinni brugðust hratt við og fóru meðal annars undanfarar, sporhundahópur og sérhæfðir leitarhópar úr húsi. Aðgerð var afturkölluð rétt fyrir klukkan hálf níu sama dag er viðkomandi fannst.

Útkall 3. nóv 2018

Rétt um kl. 1 í nótt, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember,  svaraði Björgunarsveit Hafnarfjarðar útkallsboði vegna birgðaskips sem var að stranda við Helguvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom 15 manna áhöfn og hafnsögumanni frá borði. Hlutverk okkar manna var að tryggja vettvang. Undir morgun var ljóst að lítið yrði aðhafst fyrr en í Read more…

Útkall 1. nóv 2018

Fimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli og því nær höfuðstöðvum en ella. Vélin lenti án vandkvæða Read more…