Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar nú um helgina. Nýliðar voru á fyrstuhjálparnámskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónarmönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélarvana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhundaflokkur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin kom fólkið fram áður en sporhundurinn kom á staðinn. Einnig var unnið að viðgerð á annari aðalvél B.s. Einars Sigurjónssonar sem bilaði á æfingu fyrir nokkru.
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…