Í nógu var að snúast hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar nú um helgina. Nýliðar voru á fyrstuhjálparnámskeiði á Úlfljótsvatni ásamt umsjónarmönnum. Sjóflokkur sveitarinnar var kallaður til aðstoðar við vélarvana bát fyrir utan Hafnarfjörð. Tvívegis var sporhundaflokkur kallaður til leitar að fólki sem ekki hafði skilað sér á tilsettum tíma. Í bæði skiptin kom fólkið fram áður en sporhundurinn kom á staðinn. Einnig var unnið að viðgerð á annari aðalvél B.s. Einars Sigurjónssonar sem bilaði á æfingu fyrir nokkru.
Almennt
Opnir fundir unglingadeildar út september
Leynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september verða fundir Björgúlfs opnir öllum sem vilja prófa og sjá út á hvað starfið gengur. Unglingadeildin Björgúlfur er opin öllum unglingum á 15. til 17. Read more…