RaggaÞann 22. desember barst okkur bréf frá Suðurpólnum. Ragnheiður Guðjónsdóttir félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar til margra ára og fyrrum formaður bílaflokks sendi okkur skeyti um að hún væri komin á Pólinn. Ragga er kjarnakona og er hún fyrsta íslenska konan til að keyra á Suðurpólinn, með 3000km að baki og nærri búin að krossa heimsálfuna til að komast þangað. Ragga er á Pólnum á vegum Arctic Trucks og ferðast hópurinn á þremur Toyota Hilux, einum 4×4 bíl og tveimur 6×6 bílum, tilgangurinn er að fylgja eftir 6 manna skíðahópi frá Tævan.

Ragga er svo gott sem alinn upp í sveitinni en og eins og hún sagði sjálf frá þá var það jeppabrasið í björgunarsveit Hafnarfjarðar sem kom henni alla leið á Suðurpólinn. Við erum stolt af að eiga í okkar ranni slíkan öflugan félaga sem valdir eru til að sinna mikilvægum og einstökum verkefnum. Enn stoltari erum við að Raggi hafi tekið með sér fána sveitarinnar og flaggað honum á Suðurpólnum, sveitinni til heiðurs.

Eins og Ragga sagði sjálf í skeytinu til okkar:
“Sendi ykkur mínar bestu kveðjur héðan af Suður pólnum og auðvitað tók ég fánan okkar með.
Ég tók hann með af gildri ástæðu, ekki bara að ég sé félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Heldur fyrir 10 árum byrjaði ég mitt jeppa bras hjá sveitinni. Þetta bras kom mér hingað, á Suður pólinn.
Og nú er ég fyrsta Íslenska konan til að keyra á suður pólinn með 3000km að baki og er nærri búin að krossa heimsálfuna, fram og til baka.

….. Í dag hef ég verið á ferðalagi herna í 47 daga af 62 dögum. Styttist óðum í heimkomu.”

Ragga er ekki bara björgunarsveitamaður heldur sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður. Arctic Trucks eru heppnir að hafa fengið hana með í ferðina. Eins mikil kjarnakona og Ragga er þá er þetta eflaust ekki það síðasta sem þið fáið að heyra af henni. Við erum glöð að vita að hún er lögð af stað heim og hlökkum til að fá hana aftur.

ragga6 ragga5 Ragga4 ragga3 ragga2 Ragga