Björgunarsveit Hafnarfjarðar dvaldi í Herðubreiðarlindum á hálendisvakt norðan Vatnajökuls 28. júli til 4. ágúst síðastliðinn. Vaktin var róleg en verkefnin fjölbreytt og skemmtileg eins og við var að búast. Hálendisvaktarhópurinn samanstóð að þessu sinni af sjö fullgildum félögum og fjórum nýliðum.

Átta vaskir félagar á leið á hálendisvakt.
Hluti hópsins ásamt hópi geimfara frá NASA sem voru við æfingar í Drekagili.
Félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar virða fyrir sér fossinn Skínanda við Holuhraun.
Categories: Almennt