Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk í dag úthlutaðan veglegan styrk Samfélagssjóði Valitors.

Leitarhópur sveitarinnar sótti um styrkinn fyrir sérhæfðri leitarkistu sem mun gagnast hópnum vel og mikið í bæði útköllum og æfingum. Í leitarkistu sem þessari eru meðal annars leitarljós af ýmsum gerðum, GPS tæki, efni í einn vita, kort, flautur, sporrakningarflögg, áttaviti og neyðarblys svo eitthvað sé nefnt.

Styrkur sem þessi mun koma hópnum og sveitinni allri mjög vel.

Án styrkja gæti sveitin varla starfað líkt og hún gerir í dag