Thelma Ýr hress á Dalvík.

Ungingadeildin skellti sér á Dalvík um nýliðna helgi til þess að fara á skíði. Lagt var af stað á föstudegi klukkan 18.00 og var hópurinn kominn á Dalvík rétt um miðnætti. Á laugardeginum mætti sólin á svæðið ásamt því að heitt var í veðri. Þá var ekkert annað í stöðunni en að sleppa hlýju fötunum og hægt var að renna sér í brekkunni á stuttermabol og léttum buxum. Eftir að skíða í þessari rjómablíðu þá var skellt sér í sund í flottu íþróttamiðstöðinni og slappað af. Um kvöldið var síðan sameiginleg pulsuveisla og síðan fóru margir út að renna á rassaþotum, kútum og ruslapokum. Á sunnudeginum var síðan skíðað frá kl 10.00 – 14.00 og síðan gengið frá og keyrt í bæinn. Í rútunni á leiðinni heim var mun minna um tal því allir voru þreyttir og sáttir eftir góða helgi á skíðum. Gaman er líka að segja frá því að innan hópsins fór fram óformleg skíðakennsla, þar sem þeir sem meira kunnu kenndu þeim sem minni reynslu höfðu af því að skíða.

Ferðin heppnaðist vel í alla staði og erum við umsjónarmennirnir og aðrir sem voru með í för stollt af hópnum sem var til fyrirmyndar og mætti segja að unglingarnir hafi haft náungakærleikan að leiðarljósi. Þetta er góður hópur af krökkum sem á eftir að rætast vonandi enn meira úr innan BSH í komandi framtíð.

Hópmynd af öllum sem voru í ferðinni á Dalvík.