Síðastliðna helgi fór unglingadeildin í óvissuferð. Var ferðinni heitið suður þar sem þau gistu í félagsheimili milli Víkur og Kirkjubæjarklaustur. Þar eyddu þau helginni ásamt unglingadeildinni Brandi.

Fengu krakkarnir smjörþefinn af því hvernig er að vera í björgunarsveitinni þegar þau voru vakin um miðja nótt í útkallsæfingu.

Mikil dagskrá var í boði fyrir krakkana þar sem þau skelltu sér í sund, fóru í capture the flag leikinn, dönsuðum, lærðu þríhyrningakerfið, æfðu sig í hnútum og héldum frábæra kvöldvöku. Þau stoppuðum einnig við Seljalandsfoss að frumkvæði krakkanna.

Voru krakkarnir ánægðir með ferðina og ekki var verra þegar þau fylgdust með umsjónarmönnum sínum losa fasta bíla á leiðinni. Það má með sanni segja að þessir unglingar eiga framtíðina fyrir sér í björgunarsveitinni.