Fimmtudaginn 1. nóv 2018 um kl. 16:12 barst útkall til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar vegna lendingar flugvélar á Keflavíkurvelli. Flugvélin var með slökkt á öðrum hreyflinum. Fjöldi félaga svaraði boðinu enda voru margir þegar í vinnu fyrir sveitina við sölu á Neyðarkalli og því nær höfuðstöðvum en ella. Vélin lenti án vandkvæða nokkrum mínútum eftir að útkall barst og fóru þá félagar aftur til vinnu eða á sölustaði eftir atvikum. Allt er gott sem endar vel.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…