Rétt um kl. 1 í nótt, aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember, svaraði Björgunarsveit Hafnarfjarðar útkallsboði vegna birgðaskips sem var að stranda við Helguvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom 15 manna áhöfn og hafnsögumanni frá borði. Hlutverk okkar manna var að tryggja vettvang. Undir morgun var ljóst að lítið yrði aðhafst fyrr en í birtingu og þegar veður lægði og voru okkar menn því sendir heim.
Nánar má lesa um atburði næturinnar á fréttamiðlum t.d. á RÚV.is, þá eru þar einnig athyglisverð myndskeið af vettvangi í fréttinni: http://www.ruv.is/frett/ekki-forsvaranlegt-ad-radast-i-adgerdir
Almennt
Aðalfundur BSH
Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 23. apríl kl 11. Lagabreytingar og önnur dagskrá skv. lögum sveitarinnar.