Hin árlega jólatrjáasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst í dag. Opið er alla daga fram að jólum frá kl 13:00 til 21:30 virka daga og 10:00 til 21:30 um helgar.

Jólatrjáasalan er ein af okkar mikilvægustu frjáröflunum. Með því að kaupa jólatré af okkur styður þú við öflugt starf Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og gerir okkur kleift að sinna leitar- og björgunarverkefnum til sjós og lands.

Við hvetjum þig til að líta við í Hvalshúsinu við Reykjavíkurveg 48 (á horni Flatahrauns og Reykjavíkurvegs), gæða þér á heitu kakói og skoða úrvalið.

Categories: Fjáraflanir