Lárus Steindór Björnsson er björgunarsveitarmaður í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Hann var staddur í Tyrklandi að aðstoða við björgunaraðgerðir eftir jarðskjálftana sem riðu þar yfir.  

Vinnudagarnir voru langir eða 12 klukkutímar. Aðstæðurnar í búðunum sem Lárus gisti í voru fínar þar sem tjöldin voru upphituð og þau sváfu á beddum. Fyrir utan búðirnar eru húsarústir og fólk hrætt við að fara inn í húsin sín sem enn standa. ,,Fólk stendur úti á götu og kveikir eld til að halda sér hita en Tyrknesk stjórnvöld eru að koma með vatn, mat og tjöld” segir Lárus.   

Lárus og hópurinn hans voru í stjórnstöð sem samhæfði aðgerðir í rústabjörgun en fyrst var þau í Hatay í samvinnu með Hollendingum, Svissum og Austurríkjamönnum en voru færð upp til Adiyaman. Þar voru þau í samstarfi við Bandaríkjamenn sem óskuðu eftir þeirra samstarfi.  

Helstu áskoranirnar voru í fyrstu kuldinn þar sem það verður ansi kalt þarna og síðan aðgengi að interneti þar sem það er gríðarlega mikilvægt í svona aðgerðum. Lárus og hópurinn hans eru nú á leið heim til Íslands.