Spori 2 og Þorbjörn 1 aðstoða fastan bíl við djúpavatn. Mynd: Páll Ívar Rafnsson

Í kvöld kl. 19:40 var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út til aðstoðar Björgunarsveitarinnar Þorbjörns úr Grindarvík. Þeir höfðu sjálfir verið í útkalli að leysa fastan bílaleigubíl við Djúpavatn þegar jeppinn hjá þeim affelgaðist. 4 félagar fóru á Spora 2 til aðstoðar með varadekk og góða skapið. Þegar dekkja vandamálin voru leyst aðstoðuðu félagar BSH svo Grindvíkingana við að leysa fasta bílinn og  héldu svo allir heim á leið.

 

Categories: Útkall