Í gærnótt var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út vegna týnds karlmanns í Hafnarfirði. Samtals tóku 28 björgunarsveitir og yfir 200 björgunarmanna þátt í aðgerðinni. Tóku um 40 meðlimir BSH þátt í leitinni þar af var eitt hundateymi, tveir bátahópar og og sex gönguhópar einnig voru þrír meðlimir BSH í svæðisstjórn. Leitinni lauk kl. 17:50 þegar maðurinn fannst heill á húfi.