Í dag þann 11. febrúar 2022 fögnum við í Hafnarfirði 40 ára afmæli unglingadeildarinnar Björgúlfs. Til gamans má geta að unglingadeildin Björgúlfur er ein elsta samfleitt starfandi unglingadeild landsins.
Unglingadeildin Björgúlfur var sjálfstæð eining undir björgunarsveit Fiskakletts, seinna björgunarsveit Hafnarfjarðar. Þar til árið 2014 þegar Björgúlfur gekk inn í Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Á þessum 40 árum sem unglingadeildin hefur starfað, hafa margir slitið af sér barnskóna og tekið sín fyrstu skref í það að starfa með björgunarsveit.
Mikið og flott starf er unnið innan unglingadeilda SL, þar fá unglingar kynningu á þeim flokkum sem starfa í þeirra sveit og þjálfun fyrir komandi starf í björgunarsveit og/eða slysavarnardeild. Því er unglingadeildastarfið að okkar mati eitt mikilvægasta starf innan Slysavarnarfélagsins.
Unglingarnir okkar sem starfa innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru framtíðin!