Undanfara flokkur sveitarinnar sem og sleða, fjórhjóla og bílaflokkur voru boðaður út vegna slasaðrar konu í Skessuhorni í Skarðasheiði. Einnig voru ferðafélagar konunnar orðnir kaldir og hraktir eftir langan tíma við erfiðar aðstæður. Útkallstími sveitarinnar var afbragðs góður og voru undanfarar komnir á slysstað með fyrstu mönnum, sleðar voru boðaðir út nokkru seinna en voru mjög snöggir á vettvang. Aðstæður í fjallinu voru afar erfiðar enda slysstaður í um 800m hæð. Undanfarar komu snemma á slysstað og hófu að hlúa að hinni slösuðu, sleðar sveitarinnar voru svo notaðir til að koma nauðsynlegum búnaði eins hátt í fjallið og mögulegt var, nokkuð vel gekk að koma búnaði á staðinn og var hægt að koma honum í u.þ.b 800m hæð rétt við slysstað. Skömmu eftir að búnaðurinn komst á slysstað var hafist handa við að flytja sjúklinginn niður úr fjallinu og niður að snjóbílum sem biðu við rætur fjallssinns. Ljóst er að um gríðarlega krefjandi verkefni var að ræða, en lausn þess var til mikillar fyrirmyndar og fagmennska þeirra sem á vettvangi voru aðdáunarverð. Frá björgunarsveit Hafnarfjarðar tóku þátt um 20 manns þátt 8 undanfarar, 7 vélsleðamenn, 1 fjórhjól auk bílstjóra og mannskaps í húsi. Einnig fór vörubíll sveitarinnar með snjóbíl HSSK á vettvang.