Laugardaginn 4. apríl var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út vegna vélarvana báts sem rak að Krýsuvíkurbjargi. Áður hafði Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík verið kölluð út ásamt þyrlum LHG. Björgunarsveit Hafnarfjarðar fór á staðinn með fluglínutæki sem notuð eru til að koma skipsbrotsmönnum í land. Ásamt því að taka með búnað sem sveitin notar til að síga eftir eggjum í bjarginu. Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði og Grindavík voru því klárir á Krýsuvíkurbjargi ef illa færi.
Skipið náði að koma út akkeri sem hægði á reki. Stuttu eftir að björgunarskipið Oddur V Gíslason frá Grindavík kom á staðinn komu skipverjar, vélum skipsins aftur í gang og gátu komist í land undir eigin vélarafli.