Þriðjudagskvöldið 7. apríl var sjóflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á æfingu með þyrlu LHG TF-GNA. þegar tilkynning barst um að neyðarblys hefði sést undan Gróttu. Fór TF-GNA strax til leitar ásamt björgunarbátum Fiskakletti sem var á æfingunni. Björgunararskipið Einari Sigurjónsson sem var á æfingunni hélt einnig á staðinn. Fljótlega kom í ljós að engin hætta var á ferðum, heldur höfðu einhverjir verið að skjóta upp flugeldum á Seltjarnarnesinu. Var þá æfingin kláruð en hún var hálfnuð þegar útkallið kom.
Categories: Útkall