Um kl 05:15 var Björgunarskipið Einar Sigurjónsson kallað út til að sækja vélarvana bát sem staddur var um 5 sjómílur út frá Hafnarfirði. Um borð í bátnum voru 2 menn og hafði vélin gefið sig og því var brugðið á það ráð að biðja um aðstoð björgunarsveitar til að komast til hafnar.
Einnig var kallaður út björgunarbáturinn Stefnir frá HSSK þar sem rétt þótti að sækja að frá 2 áttum.
Þegar að björgunarbátarnir komu að bátnum átti hann eingöngu um 200 metra eftri í Leiruboða sem er sker um það bil 2 sjómílur vestur af Álftarnesi
Báturinn var svo dreginn inn til Hafnarfjarðar af Björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni og var komið í höfn kl 07:10