Undarfarnar vikur hefur Björgunarsveit Hafnarfjarðar farið nánast daglega til aðstoðar fólks sem fest hefur bíla sína á vegum í nágreni Hafnarfjarðar. Oftast hefur verið farið á Bláfjallaveg en hann hefur verið ófær í þó nokkurn tíma en Vegagerðin er ekki að þjónusta veginn. S.l. laugardag fór þó Vegagerðin eftir ítrekaðar beiðnir sveitarinnar og setti upp skilti á veginn sem sögðu veginn ófærann. Með fylgjandi mynd er tekin nú á mánudag þegar sveitin var beðin um aðstoð á Djúpavatnsleið. Djúpavatnsleið er merkt ófær en bílstjórinn taldi sig vera vel útbúinn á fjórhjóladrifnum bíl. Þó hafa mun betur útbúnir bílar lent þarna í vandræðum.

Categories: Útkall