Blóðgjöf

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar fóru í hópferð fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag til þess að gefa blóð hjá Blóðbankanum.  Mikil vöntun hefur verið á blóði undanfarið og hvetjum við alla sem geta til að fara og gefa blóð.  Blóðgjöf er lífgjöf!

Nýliðaferð á Miðfellstind

Nú um helgina fóru nýliðar 2 í ferð og var ferðinni heitið upp á Miðfellstind. Lagt var af stað út úr húsi á föstudags eftirmiðdaginn kl17.30 og var ferðinni þaðan heitið í Skaftafell. Frá Skaftafelli var labbað inn í Kjós þar sem upp voru settar tjaldbúðir. Vaknað var á laugadagsmorgni kl08.00 Read more…

Vel heppnuð skíðaferð

Nú um síðastliðna helgi fór 11 manna hópur frá sveitinni norður á Akureyri í skíðaferð. Ferðin heppnaðist mjög vel og allir komu sáttir heim. Gist var í húsnæði Súlna og þökkum við þeim kærlega fyrir gestrisnina.

Takk fyrir stuðninginn

Kæru bæjarbúar og aðrir viðskiptavinir. Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakka stuðninginn og óska ykkur gleðilegrar hátíðar. Farið varlega í kringum flugeldana og munið eftir öryggisgleraugunum. Flugeldasalan verður opin í kringum þrettándann eins og hér segir: fimmtudagur 5. jan. opið: 16 – 22 föstudagur 6. jan. opið: 12 – 21

þungfært í bænum

Nóg er að gera hjá okkar fólki þessa dagana. Rétt eftir miðnætti var sveitin kölluð til leitar að manni innanbæjar. Maðurinn fannst fljótlega en þá tóku við önnur verkefni. Sveitin var með þrjá bíla á flakki um bæinn í alla nótt og fram undir morgun. Björgunarfólk aðstoðaði tugi hafnfirðinga sem Read more…

Undirbúningur flugeldasölu sveitarinar

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru á Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin), við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: miðvikudagur 28 des. 12:00 – Read more…