þungfært í bænum

Nóg er að gera hjá okkar fólki þessa dagana. Rétt eftir miðnætti var sveitin kölluð til leitar að manni innanbæjar. Maðurinn fannst fljótlega en þá tóku við önnur verkefni. Sveitin var með þrjá bíla á flakki um bæinn í alla nótt og fram undir morgun. Björgunarfólk aðstoðaði tugi hafnfirðinga sem Read more…

Undirbúningur flugeldasölu sveitarinar

Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru á Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin), við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli. Afgreiðslutímar eru eftirfarandi: miðvikudagur 28 des. 12:00 – Read more…

Styttist í opnun jólatrjáasölu

Nú fer að styttast í að við opnum okkar árlegu jólatrjáasölu í Hvalshúsinu. Salan opnar miðvikudaginn 14. desember. Það má segja að öll kvöld fram að jólum séu undirlögð í undirbúningsvinnu fyrir fjáraflanir. Við erum í óðaönn að koma útkallsbúnaði fyrir þannig að hann taki sem minnst pláss en sé Read more…

Sveitarfundur 21. nóvember

Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru hvattir til að mæta til sveitarfundar mánudaginn 21. nóvember kl: 20. Aðalefni fundarins verður húsbyggingarmál. Byggingarnefnd fer yfir stöðu mála og nefndin og stjórn svara fyrirspurnum um húsbygginguna. Stefnt er að því að halda fundinn í bílasalnum því von er á fjölmörgum félögum á fundinn. Read more…

Neyðarkall !!!

Dagana 3. – 6. nóvember mun Björgunarsveit Hafnarfjarðar selja neyðarkalla eins og aðrar björgunarsveitir landsins. Við  ætlum að selja kalla við helstu verslanir bæjarins sem og að ganga í hús á fimmtudagskvöld. Við vonum að bæjarbúar taki vel á móti okkur. Neyðarkallinn í ár er í líki björgunarkonu á fjallaskíðum.

Jónsmessuganga yfir Fimmvörðuháls

Björgunarsveit Hafnarfjarðar tók þátt í gæsluverkefni um síðustu helgi fyrir Ferðafélagið Útivist. Um er að ræða svokallaða Jónsmessugöngu þar sem gengið er yfir Fimmvörðuháls frá Skógum að Básum í Þórsmörk. Lagt er af stað á föstudagskvöldi og gengið yfir nóttina og endað í Básum snemma að laugardagsmorgni. Sveitin hefur tekið Read more…

Fagnámskeið í köfun

Köfunarhópur sveitarinnar sendi einn kafara á námskeið í köfun hjá björgunarskóla Landsbjargar nú á dögunum. Námskeiðið var um 60 klukkustunda langt og voru dagarnir því langir og krefjandi. Dagurinn byrjaði á því að búnaður var gerður klár og farið yfir verkefni dagsins en námskeiðið var haldið í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls Read more…

Útkall F2 Gulur- Skúta í vandræðum

Þriðjudaginn 17 Maí fékk sjóflokkur sveitarinnar útkall þar sem að skúta var með brotið stýri við Hvassahraun. Björgunarbáturinn Fiskaklettur var mannaður skömmu eftir boðun og haldið var á vettvang en það var nokkuð hvasst og nokkur öldugangur á staðnum. Einn af áhafnarmeðlimum Fiskakletts fór með dráttartaugina yfir í skútuna og Read more…

Týndur maður í Esjunni

Rétt um kl.18:10 í dag, voru undanfarar af Svæði 1 kallaðir út, eftir að 51 árs karlmaður óskaði eftir aðstoð við að komast niður af Esjunni, en hann hafði ætlað að ganga frá Móskarðshnúkum, um Laufskörð, yfir á Hábungu.  Var maðurinn ekki viss um nákvæmlega hvar hann var staðsettur og var Read more…