Aðalfundur

Fundarboð. Aðalfundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2011 verður haldinn í húsnæði sveitarinnar fimmtudaginn 14. apríl og hefst hann kl 18.30 Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. grein laga sveitarinnar, og er sem hér segir. Kosning fundarstjóra og fundarritara Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og borin undir atkvæði. Skýrsla stjórnar um starf sveitarinnar. Skal Read more…

Leit við Hrafntinnusker

Núna eru tuttugu manns í fimm hópum frá sveitinni að leita að sleðamönnum við Hrafntinnusker, veður á staðnum er mjög slæmt og aðstæður erfiðar. Fjórir bílar, þrír vélsleðar, fjarskiptahópur alþjóðabjörgunarsveitarinnar og hússtjórn.

Óveður í Hafnarfirði

Nú seinnipart nætur hefur djúp lægð gengið yfir landið og töluvert óveður verið í Hafnarfirði. Sveitin er búin að vera með tvo hópa að störfum síðan fjögur í nótt. Verkefnin hafa verið allnokkur og allt frá því að athuga með fjúkandi þakrennur yfir í að binda niður vinnuskúra sem fokið Read more…

Þjóðverji týndur á Eyjafjallajökli

Síðastliðinn fimmtudag barst sveitinni útkall vegna útlendings sem hafði orðið viðskila við félaga sína á Eyjafjallajökli. Strax var ljóst að um alvarlegan atburð var að ræða því jökullinn er illa sprunginn eftir eldgosið og svæðið stórt sem sá týndi gat verið á.  Sveitin sendi átta undanfara, fimm bíla, tvo vélsleða Read more…

Fjórir villtir á Sveifluhálsi

Sveitin var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu til leitar að fjórum göngumönnum sem höfðu villst í þoku á Sveifluhálsi.  Sveifluháls er fjallgarður á milli Kleifarvatns og Djúpavatns. Um tuttugu björgunarsveitarmenn úr Hafnarfirði svöruðu kallinu og tóku þátt í aðgerðinni. Hópurinn fannst fljótlega og amaði ekkert að göngufólkinu.  Leitarmenn Read more…

Flugeldasalan í fullum gangi

Nú er flugeldasalan hjá okkur komin á fullt og allt hefur gengið vel fyrir sig. Í ár erum við með fjóra sölustaði, þá sömu og í fyrra en þeir eru: Risaflugeldamarkaður, Flatahrauni 14 Við verslunarmiðstöðina Fjörð Fornubúðir við smábátahöfnina Haukahúsið á Ásvöllum Flugeldasýningin verður við höfnina þann 29. desember kl Read more…

Jólakveðja

Kæru félagar og vinir Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, við viljum jafnframt þakka ykkur öllum fyrir gott og farsælt samstarf á liðnum árum. Bestu kveðjur Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar