Rétt um kl.16:15 í dag voru allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út, vegna óveðurs.  Borist hafa um 230 aðstoðarbeiðnir, sem voru af öllum toga, s.s. fok á hlutum, brotnir hlutir, þakkantar o.fl.  3-4 hópar frá BH hafa verið að störfum í dag, samtals um 16 manns.  Rúmlega 30 hópar á höfuðborgarsvæðinu voru að störfum fram eftir kvöldi, en síðustu hóparnir fengu að halda heim á leið, rétt um kl. 22:00.

Fréttastofur fylgdust með gangi mála í dag, en einn netfréttamiðillinn, sannleikurinn.com sló á létta strengi um eitt af verkefnum okkar fólks.

Hægt er að sjá fréttina með því að smella hér

Einnig birtist önnur frétt frá Sannleikanum