Það var fagur flokkur sem mætti á námskeið í fyrstu hjálp í hinu fyrrum fagurbleika húsi við Flatahraun helgina 9.-11. október. Á námskeiðinu var farið yfir öll helstu atriði sem kunna þarf skil á þegar fólki er komið til bjargar auk þess sem nokkrar skammstafanir voru viðraðar. Beinbrot voru spelkuð, höfuðáverkar greindir, leyst var úr garnaflækjum, lífsmörk voru tekin, fólk reyrt á bakbretti og börur brúkaðar.

Til að gera langa sögu stutta var það almannarómur að námskeiðið hefði verið gott og skemmtilegt. Vilja þátttakendur námskeiðisins brýna fyrir fólki mikilvægi þess kunna skil á fyrstu hjálp, líf liggur við.

Categories: Æfingar