Um helgina fór fram haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar þar sem BSH tók virkan þátt. Sveitin er sérhæfð rústabjörgunarsveit sem tekin er út sem slík af sameinuðu þjóðunum (SÞ). Björgunarsveit Hafnarfjarðar er ein af fimm björgunarsveitum sem mynda íslensku Alþjóðasveitina.

Um helgina var haustæfing sveitarinnar sem jafnframt var fyrri endur-úttekt sveitarinnar af SÞ. Seinni úttektin verður á MODEX æfingu í Danmörku næsta sumar. Í æfingunni um helgina var leikinn jarðskjálfti í Rúmeníu. Sveitin var send á vettvang og ýmis verkefni leyst um daginn á Reykjanesskaganum.

Í æfingunni var einn stjórnandi frá BSH, fjórir þátttekendur og einn í æfingastjórn.

Categories: Almennt