Nú eru komnir bólusetningarskammtar og stefnt á að byrja bólusetningu á björgunarsveitarfólki sem fyrst. Það þarf þó að gerast skipulega. Björgunarsveit Hafnarfjarðar stefnir á að senda inn lista með um 30 nöfnum. Skila þarf listanum fyrir kl 12 á morgun föstudag.
Sveitirnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt svæðisstjórn hafa sett fram kröfur um þá sem fara í fyrstaflokk hjá sveitunum.
· Starfandi félagi í björgunarsveit sem gefur kost á sér í að sinna þessu verkefni.
· Eldri en 21 árs
· Hafa upplýst samþykki frá sínum vinnuveitenda.
Áætlun Almannavarna hlutverk björgunarsveita er skilgreint á bls 88
Lokunarpóstar sem talað er um verða væntanlega ekki settir upp. Vegna þess að veiran hefur þegar náð útbreiðslu um allt land.
Á formannafundi með svæðisstjórn sem var í gær var talið að sveitirnar á svæði 1 þyrftu að skaffa rúmlega 200 manns til þess að geta sinnt því hlutverki sem ætlast er til af okkur.
Ef allt fer á versta veg er gert ráð fyrir því að útkallið standi í 2 vikur. Eftir kl 14 á daginn og um helgar og að vaktirnar verði 6 tímar. Sýkingartíðni er að aukast talsvert núna á undanförnum dögum. Það getur því verið að við séum að sigla inn í það ástand sem kallar á viðbrögð okkar. Það er að stór hluti mannaflans, sérstaklega 15-35 ára, verði óvinnufær í viku. Eins og gefur að skilja er mikil óvissa tengd þessu en aðalatriðið er að gera sér grein fyrir ástandinu og vera undir þetta búin.
Það er mikilvægt að þau sem gefa kost á sér í þetta fyrir hönd sveitarinnar skrái sig sem allra fyrst á innri vef www.spori.is og að við hjálpumst öll að við að klára þetta nú í dag/kvöld.
Þetta bréf er sent á formenn flokka og óskað er eftir því að þið hafið samband við ykkar fólk.
Gera má ráð fyrir því að einhverjir vilji ekki fá bólusetningu en samt taka þátt í verkefninu. Þau þarf að skrá sérstaklega.
Frekari upplýsingar er að finna á www.influensa.is
Ingólfur Haraldsson veitir félögum sveitarinnar frekari upplýsingar ingo@spori.is