Síðastliðinn laugardag var haldinn köfunardagur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Var öllum félögum sveitarinnar boðið að koma og prófa köfun við eins öruggar aðstæður og kostur er. Fékk sveitin afnot af Sundhöll Hafnarfjarðar og var henni lokað fyrir almenning á meðan sveitin var við æfingar. Kann sveitin Sundhöll Hafnarfjarðar bestu þakkir fyrir aðstöðuna. Um 30 manns mættu og kynntust líka leitarköfun. Dagurinn gekk mjög vel og voru allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Eftir að allir voru komnir uppúr var farið í hús, grillað og málin rædd.

Categories: Æfingar