Bílaflokkar þriggja björgunarsveita á svæði eitt fóru nú um helgina í sameiginlega æfingarferð á Langjökul. Fengu bílstjórarnir að kynnast flestu því er viðkemur ferðamennsku á jöklum, hvers skal varast, spila sig upp brattar brekkur og margt fleira. Það var heldur ekki þannig að veðrið léki við okkur heldur þurfu menn og konur að treysta á leiðsögutæki bifreiðanna til þess að komast leiðar sinnar. Bílstjórarnir höfðu einnig gott tækifæri í ferðinni til þess að kynnast hver öðrum sem kemur sér vel þegar í alvöruna er komið.S
Ferðin þótti heppnast mjög vel í alla staði og stefnt er að annari sameiginlegri ferð eftir áramótin. Smellið á myndina til þess að skoða fleiri myndir úr ferðinni.