Hin árlega fagráðstefna sleðamanna innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldina á Akureyri þann 29. nóvember.

Að vanda voru skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar í boði auk þess sem slegið var upp sýningu á tækjum sveita.

Sleðaflokkur BH lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti þarna með 7 manns auk þess að hafa með í för 7 sleða.

Félagar okkar í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri sáu um að allt gengi eins og best væri ákosið og eru þeim þakkaðar afar góðar móttökur.

Að sleðamessu lokinni var svo rennt fyrir snjó úti á Grenivík, þar nutum við leiðsagnar félaga okkar að norðan þeirra Smára Sig og Magga Viðars auk félaga þeirra Sigurgeirs sem var með í för.

Hrikalega skemmtilegur dagur í aðstæðum sem sjaldnan er að finna hér sunnan heiða, púður og aftur púður.

Categories: Æfingar